Mér líður best illa (Kletturinn)

(Lag og texti: Sverrir Norland)

Þeir bestu fara
Yfirgefa þetta eldsorfna ísilagða land
Þeir bestu fara
Áður en lífið rennur út í sand
Þeir bestu fara
Flýja til New York Parísar eða Róm
Þeir bestu fara
Þeir eru skjálfandi lítil blóm

En ekki ég
nei ekki ég

Ég er kletturinn
Hef hvorki tilfinningar, drauma né þrár
Ég er kletturinn
Ég mun standa hér í þúsund ár
Ég er kletturinn
Alltaf myrkur stöðugt rok hvergi skjól
Ég er kletturinn
Ég ætla að slökkva á þér, gamla heimska sól

Aðrir þiggja hjálp
Þurfa kærleika, hlýju og yl
Aðrir heimta ást
Þeir óttast það að finna til
Aðrir þurfa vin
Einhvern aula til að tala við
Aðrir óttast stríð
Ég segi: Til fjandans með ykkar auma frið

Ég vil sprengingar, öskur og klið

Ég er kletturinn
Hef hvorki tilfinningar, drauma né þrár
Ég er kletturinn
Ég mun standa hér í þúsund ár
Ég er kletturinn
Alltaf myrkur stöðugt rok hvergi skjól
Ég er kletturinn
Ég ætla að slökkva á þér, gamla heimska sól

Endurtekið:
Mér líður best, líður best illa ...