Fyrir allra augum
Skáldsaga, 2016
Úlfur situr á Þjóðarbókhlöðunni þegar Dísa Eggerts vindur sér að honum með áleitna spurningu: „Hvað er það versta sem þú hefur gert annarri manneskju?“
Þetta markar upphafið á vandræðalegu en jafnframt sprenghlægilegu sambandi þar sem Úlfur fylgist heillaður með Dísu rísa til æðstu metorða í rapptónlistar- og bókmenntaheiminum á meðan allt gengur á afturfótunum hjá honum sjálfum.