Bókaknippi

Skáldskapur, 2018

Í þremur skáldsögum, ljóðabók og smásagnasafni tvinnar Sverrir Norland saman marglaga ástarbréf til íslenskunnar og listarinnar – og ekki síst listsköpunar á íslensku. Sögusviðið er Evrópa og Bandaríkin og söguhetjurnar leitandi fólk, sem tilheyrir smáþjóð, talar örtungu og lifir í heimi sem verður sífellt samtengdari, rótlausari og alþjóðlegri.

Bækurnar eru Fallegasta kynslóðin er alltaf sú sem kemur næst, Hið agalausa tívólí, Manneskjusafnið, Erfðaskrá á útdauðu tungumáli og Heimafólk.

Lesendur um bókaknippi

Ein af áhugaverðustu og skemmtilegustu útgáfum þessarar bókavertíðar ...

Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðinu

Ljóðin [í Erfðaskrá á útdauðu tungumáli] töluðu til mín á sterkari hátt en nokkur önnur ljóðabók hefur náð að gera.

Katrín Lilja, Lestrarklefanum

Hún náði mér alveg á sitt band. Mér fannst hún listilega löguð og formuð […], svona lítil perla.

Sunna Dís Másdóttir, Kiljunni

Í [nóvellunum] nýtur alvöruþrunginn léttleiki og kvíðablandin bjartsýni Sverris sín best. Hvergi betur þó en í Manneskjusafninu, létt-Borgesískri fantasíu um töfra sköpunarinnar og hvers hún krefst af okkur.

Þorgeir Tryggvason

Précédent
Précédent

Stríð og kliður

Suivant
Suivant

Fyrir allra augum