Kletturinn

Skáldsaga, 2023

Tuttugu ár eru liðin frá því að Gúi hrapaði til bana í útilegu í Hvalfirði og síðan hafa félagar hans, Einar og Brynjar, þurft að vinna úr því áfalli, hvor á sinn hátt – en hvorugur með miklum árangri.

Nú liggja leiðir þeirra saman á ný og uppgjörið er óhjákvæmilegt. Hvað gerðist? Hvers vegna? Hvernig? Og hvern mann hafa þeir raunverulega að geyma?

Kletturinn er hörkuspennandi skáldsaga um fyrirgefningu, metnað, siðferðileg álitamál og ekki síst tilfinningasambönd karlmanna.

Lesendur um Klettinn

Kletturinn er grípandi lesning sem hélt mér frá upphafi til enda. Sverrir býr til áhugaverðar og trúverðugar persónur, sérstaklega í tilviki Einars, sögumannsins, sem er afar margræður; vanræktur, reiður, hæfileikaríkur, umhyggjusamur, fullur af skömm og sektarkennd … Bók sem lifir áfram með lesandanum og vekur margar hugsanir og hugmyndir.

Sæunn Kjartansdóttir,
rithöfundur og sálgreinir

Frábær byrjun á jólabókaflóðinu! Vinahópur með leyndarmál, ástarsaga, smá kómedía… skemmtilegur lestur, mæli svo sannarlega með …

Joachim Schmidt,
höfundur Kalmann

Einstaklega vel heppnuð saga um hvað það er að vera manneskja; listilega vel skrifuð, spennandi, falleg og átakanleg.

Ragnar Jónasson,
metsöluhöfundur

Mjög ánægður með þessa bók, þessa sögu.

Jakob Bjarnar, Vísi

Sverrir Norland er frábær penni … Hann hefur einstakt lag á tungumálinu [og senur í bókinni] eru gífurlega vel skrifaðar … Sverrir er brilljant höfundur og hversdagsleikinn er eins og hans sérstaki heimatilbúni eftirréttur sem hann kemur með í matarboð við ómælda kæti viðstaddra.

Ingibjörg Iða Auðunardóttir, Morgunblaðinu

Suivant
Suivant

Stríð og kliður